Vefmyndavél

Langasandskeppni verður 19.sept

GTT Langasandskeppnin 2009 verður haldin laugardaginn 19.9.2009 kl.10.30 og stendur frameftir degi.
Sömu flokkar verða keyrðir og í fyrra: 85cc, opinn kvennaflokku, B-flokkur, MX unglinga, MX2, MX1 og svo auðvitað hin sívinsæla prjónkeppni þar sem Konni Morgan fórnaði sér í titillinn í fyrra.
Við hvetjum alla til að skrá sig á MSÍSPORT.IS
Dagskrá:

  • Skoðun kl. 10.30 – 12.00
  • Prjónkeppni kl. 11.30 – 12.30
  • 85cc og kvenna kl. 12.30 – 13.00
  • MX1, MX2, Unglinga og B-flokkur kl. 13.15 –

Verðlaunaafhending að lokinni keppni.
3.500kr inn allir sem keppa í keppninni fá frítt í prjónið annars 1.000kr

Prjónkeppni: ein æfing allir prjóna fram og bíða og svo til baka. Svo byrjar keppnin og þá keyra allir yfir og bíða x2. Það fá allir 2 tilraunir 2 dómarar fylgjast með á sandinum og 1 dómari uppá bakkanum. Verðlaun fyrir 1. Sæti.
Reglur. Prjónað verður frá Sementsverksmiðju að Dvalarheimilinu og verður beðið þar þangað til allir eru búnir, þá verður keyrt aftur að byrjunarreit og verða prjónaðar 2 umferðir. Sá sem fer lengst í þessum 2 umferðum vinnur. Ef fleiri en 1 komast útí enda þá munum við hafa bráðabana með einhverri hindrun
Moto: Stóri flokkurinn(mx1 mx2 mxb og unglinga) keppa í 45mín
Stelpur og 85cc strákar keppa í 25mín

REGLUR FYRIR LANGASANDSKEPPNINA

1. Hjól verða að vera skráð og tryggð. ( Mjög áríðandi og verður fylgt eftir þar sem keppnin er innanbæjar )

2. Keppnisgjöld og skráning verður greiðslu og skráningarkerfi MSÍ.

3. Öll umfrerð annara en keppnistækja og starfamanna er óheimil á sandinum. ( Pitthjól, krakkahjól, trialhjól) BANNAÐ…) Lögreglan verður á svæðinu.

4. Prjónkeppni, keppendur ráða hvort tekið er af stað úr kyrrstöðu eða með atrenu frá ákveðnum punkti, sá vinnur er keyrir lengst á afturdekkinu.

5. Keppendur og gestir verða að sýna aðgát við umhverfið og áhorfendur. Öll meðferð bensíns og olíu skal vera í algjöru lámarki á pittsvæði. Keppnin er innabæjar og verðum við þess vegna að sýna að okkur sé treystandi fyrir svona umhverfi. Pitturinn er staðsetur fyrir norðan Akraneshöllina. (milli Langasands og Akraneshallar) Keyrt er niður með Akraneshöllinni að austanverðu inná pittsvæði.

6. ALLIR SEM TAKA ÞÁTT OG EINNIG ÞEIR SEM KOMA SEM AÐSTOÐARMENN EÐA ÁHORFENDUR VERÐA AÐ TAKA MEÐ SÉR GÓÐA SKAPIÐ OG HAFA GAMAN AF ÞESSU.

Kv. Stjórn VÍFA

Leave a Reply