Bryndís endaði í níunda sæti í Svíþjóð

sm09_vasteras_bryndis-einarsdottir-2275
Bryndís í Västerås - Mynd: Per Friske

Sænska meistaramótinu í motocrossi er lokið í ár og er Bryndís Einarsdóttir komin heim aftur. Síðasta keppni ársins var um helgina í Västerås og endaði Bryndís í 7.sæti þar og lokaniðurstaða ársins var því 9.sæti og með jafn mörg stig og stúlkan sem endaði í 8.sæti. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá henni en hún er aðeins 15 ára gömul og keppir í opnum flokki á sínu fyrsta tímabili á erlendri grundu.

Keppnin í Västerås var töluvert erfið og þrjú stór kröss í tímatökum ullu því að brautinni var breytt til að hægja ferðina. Það dugði skammt því alls voru 15 sjúkrabílaferðir þann daginn. Ekki hafa borist neinar fréttir þó af varanlegum skaða.

Sænski ljósmyndarinn Per Friske sendi okkar nokkrar myndir af Bryndísi í Västerås. Smellið hér fyrir þær.

Skildu eftir svar