Vefmyndavél

Bolaöldusvæðið.

Garðar var að láta vita að brautirnar eru í frábæru ástandi. Hann var að klára barnbrautina og er búinn að græja stóru brautina líka. Ekki spillir fyrir að það er búið að rigna vel þannig að þær eru allt að því 100% eða jafnvel betri. Hvetjum alla til að nýta þessa frábæru daga sem eru framundan. Það styttist alltaf dagurinn! Munið eftir að kaupa miða!

Garðar hefur einnig veri að vinna í slóðakerfinu. Búið er að laga Jósefsdalinn og er hann orðin allt að því í hraðbrautargæðum. Nú ætti að vera hægt að blasta þar allt í rot, þó skil ég ekki hvað er svona gaman við það ( nott). Að venju er gott að fara varlega fyrsta hringinn til að átta sig á aðstæðum.

SLÓÐAKERFISVINNUDAGUR:

Næstkomandi miðvikudag verður hinn mjög svo eftirsótti Slóðavinnudagur/ kvöld. Nú kemur í ljós hverjir hafa virkilegann áhuga á að halda slóðunum okkar í viðunandi /nothæfu ástandi. Það hafa fallið þó nokkur orð um gæði slóðanna okkar og hafa notendur að sjálfsögðu forgang í að fá að vinna við þá. Við byrjum vinnuna kl 18:00. Fyrir þá sem geta komið fyrr þá mun Garðar beina vinnuþyrstum á réttar leiðir. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir fjölda manns og höfum við skipulagt vinnusvæðin í þaula þannig að allir fái verkefni.

Látum ekki stóru orðinn falla undir steinana sem þarf að tína úr slóðunum.

Sjáumst hress og kát.

Stjórnin.

2 comments to Bolaöldusvæðið.

  • halli910

    ekki eru þið búnir að slétta úr öllum „wúpsonum“ inn í dal???

  • robbitoy

    sælir, er húsið og vatnið lokað seinnipartinn? var þarna í vikunni og það var allt lokað, frekar pirrandi að fara með haugskítugt hjólið heim væri fínt að geta aðeins spúlað græjuna þó það væri ekki nema vatnsslanga sem maður gæti gripið í ,en brautin var mjög góð og ég þakka fyrir það 🙂

Leave a Reply