Er mikilvægt að vera vel tryggður í okkar sporti?

Þetta er spurning sem hefur farið oft í gegnum hausinn á mér undanfarin ár.
Fæ ég eitthvað út úr tryggingunum ef eitthvað gerist?
Er ekki eins gott að vera ótryggður ef maður er ekki að keppa í sportinu okkar?

Nú kom það í ljós hjá mér!!!

Ég er með allar mínar tryggingar hjá Sjóvá og er með ábyrgðartryggingu, kaskótrygginu og viðaukakeppnistryggingu. Já sæll !!og þetta kostar mig heilan helling á ári. En er þess virði.

Þar sem ég lenti í krassi nýlega og tjónaði bæði mig og hjólið  sá ég fram á verulegan kostnað í þessu dæmi hjá mér.  Ég ákvað að kanna rétt minn hjá Sjóvá.
Ég bjóst við hinu versta og ætti ekki von á neinum bótum, það var nú aldeilis ekki raunin. Ég er búinn að fá frábæra þjónustu og leiðbeiningar hvernig ég á að snúa mér í þessu hjá Sjóvá. Þar sem hjólið er kaskótryggt á ég rétt á bótum sem nemur umfram sjálfsábyrgðina.
En það er ekki aðalmálið, hjólið er bætanlegt en líkamstjón er allt annað og mikilvægara. Ég slasaðist reyndar frekar lítið og á ekki vona á öðru en að ég jafni mig. En aðalatriðið væri ef ég hefði slasast verulega, hvað þá!!. Í ábyrgðartryggingunni  er slysatrygging og hún tekur við ýmsu sem að almannatryggingar bæta ekki. Einnig er skylda að hafa viðaukatryggingu fyrir keppnisfólk.
Til að fá nánari útskýringar hafði ég samband við Sumarliða Guðbjörnsson sem er sérfræðingur hjá tjónasviði Sjóvá.

Öll mótorkrosshjól eru skráningarskyld vélknúin ökutæki og ber að tryggja með lögboðnum  tryggingum sem eru tvær.

Ábyrgðartrygging sem bætir það tjón  sem valdið er með ökutækinu  til þriðja aðila, síðan er það slysatrygging ökumanns og eiganda.
Slysatrygging ökumanns bætir slysatjón sem ökumaður og/eða eigandi verður fyrir og á ekki kröfu í ábyrgðartryggingu einhvers annars t.d ef ökumaður fellur á hjólinu eða lendir í árekstri þar sem hann er í órétti.
Bætur sem greiddar eru út úr slysatryggingu ökumanns fara eftir ákvæðum skaðabótalaga og má nefna m.a að bætur eru greiddar fyrir útlagðan kostnað, tekjutap, miskabætur og örorkubætur.
Þessi trygging ökumanns og eiganda er lögboðin til þess að tryggja fjárhagslegt öryggi þeirra sem  slasast við notkun vélknúinna skráningarskyldra ökutækja enda hefur reynslan sýnt að á hverju ári verður fjöldi einstaklinga óvinnufærir um lengri eða skemmri tíma vegna  slysa.  Það er ekki bara lagaleg skylda að  tryggja ökutæki heldur verður að telja það siðferðilega skyldu gagnvart eigandanum og hans nánustu að vera vel tryggður ef slys ber að höndum.  Sá sem vanrækir þessa skyldur sínar ber ekki mikla ábyrgð gagnvart sínu fjárhagslega öryggi ef hann lendir í slysi.
Nauðsynlegt er fyrir þá sem taka þátt í aksturskeppnum að tryggja þá áhættu sérstaklega.

Kveðja
Sumarliði

Ég hvet alla þá sem lenda í óhappi að snúa sér til síns tryggingarfélags og kanna rétt sinn. Það er ástæða fyrir þessum tryggingum og þær virka.
Óli Gísla

Skildu eftir svar