5 stig hjá Bryndísi í Lierop

Bryndís Einarsdóttir
Bryndís Einarsdóttir

Bryndís Einarsdóttir náði frábærum árangri í fyrra motoinu í Lierop í dag. Hún varð í 16.sæti og fékk því 5 stig í heimsmeistarakeppninni sem er frábær árangur eins og áður sagði. Bryndís var með 18. besta tímann í tímatöku og ók á jöfnum og góðum hraða í dag sem skilaði henni þessum árangri. Signý Stefánsdóttir keppni einnig í Lierop í dag en náði sér ekki á strik.

Þetta er síðasta umferðin í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni og eru þetta fyrstu stig Bryndísar í keppninni en Signý hefur hlotið 2 stig.

Seinna motoið verður keyrt í fyrramálið og verður það í beinni útsendingu hér á motocross.is klukkan 09:00. Smellið hér.

2 hugrenningar um “5 stig hjá Bryndísi í Lierop”

  1. Nice. Mér finnst einsog ég hafi verið að fá þessi stig. Ég man þegar Bryndís var að byrja hjóla á æfingum hjá mér og Aroni, og núna komin í heimsmeistarakeppnina og að standa sig ótrúlega vel, Signý er að keyra fantavel líka og verður pottþétt betri á morgun en hún var í dag.

    ROCK ON STELPUR…. ég ætla vakna á morgun og horfa á ykkur!

Skildu eftir svar