Vefmyndavél

Stelpurnar okkar í Uddevalla

FIM

11. umferðin í heimsmeistarakeppninni í motocrossi fer fram um helgina í  Uddevalla í Svíþjóð. Stelpurnar okkar, þær Signý Stefánsdóttir og Bryndís Einarsdóttir eru báðar mættar til leiks og munum við fylgjast með þeim um helgina þar sem vefstjóri verður á staðnum. Fyrra mótóið er síðdegis á laugardag og seinna motoið er á sunnudagsmorgun klukkan 9.15 að íslenskum tíma. Seinna motoið er sýnt beint á netinu. Karlakeppnin verður svo sýnd beint á netinu og á Motors TV.

Seinni hluta vikunnar ætti svo stærri frétt að birtast hér á síðunni um keppnina þegar búið verður að klippa saman myndir.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um sjónvarpsstöðvar og internetsendingar.

Leave a Reply