Vefmyndavél

Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur

Stjórn MSÍ hefur falið Stefáni Gunnarssyni stjónarmanni MSÍ að leiða landslið Íslands í Moto-Cross til keppni á MX of Nations sem að þessu fer fram í byrjun október á Ítalíu.

Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur mun skipa lið Íslands eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fram fer í Sólbrekku 8. ágúst.

Stjórn MSÍ mun leggja liðinu til fararstyrk en gera má ráð fyrir að landsliðið haldi til Ítalíu í lok september og verði við æfingar ytra vikuna fyrir keppnina sem fram fer á Ítalíu dagana 3. og 4. október.

Leave a Reply