Nú gerast hlutirnir á Álfsnesi

borun 1
Hér er Eysteinn með borinn í fullri action.

Fengið af Hondaracing.is
Það var verið að bora eftir vatni, jafnvel olíu ef það gæfist ( að sögn Eysteins yfirborara ). Og slatti af fólki var mætt til að undirbúa brautina og aðstöðuna fyrir keppnina n.k helgi.

Húsakosturinn er í vinnslu, gámur sem á að leggja inn á startsvæðið er kominn, rusl var fjarlægt af svæðinu af frábæru fólki, brautarpælingar í fullum gír og slatti af fólki að tæta og trylla í brautinni:
ÞAÐ VAR GAMAN Í ÁLFSNESI Í GÆR.

Að sjálfsögðu voru ofurhjónin Sveppi og Bína á svæðinu til að vinna, Reynir stjórnaði með harðri hendi, Eysteinn boraði og boraði ásamt sínum bormanni, Örn smíðaði og smíðaði ásamt góðum aðstoðarmönnum, Ingi Hafberg mokaði og mokaði í göngustíga, Keli og Guggi skoðuðu og skoðuðu, og hinir stóðu og horfðu á .

Fleiri myndir

borun
Einhver smá vandræði voru á köflum, en þessir snillingar hjá Suðurverk leystu þau eins og ekkert væri.
vokvun
Hér er mynd sem ég tók að kvöldlagi af vökvunarkerfinu í Bolaöldu, væntanlega verður þetta einhvertíman svona í Álfsnesinu.

HjÓli Gísla, www.HondaRacing.is

Skildu eftir svar