Vefmyndavél

MXoN nálgast

mxon_logo.jpgÞað er óhætt að segja að Motocross of Nations nálgist hratt. Til stendur að Ísland sendi lið á keppnina en í þetta skiptið verður hún haldin á Franciacorta brautinni við Brescia á Ítalíu þann 3. og 4.október n.k.. Ísland verður með keppnisnúmerin 88, 89 og 90 í keppninni þetta árið.

Ljóst er að allavega einn nýr keppandi verður í íslenska landsliðinu þar sem Valdimar Þórðarson hefur ekki keppt í Íslandsmótinu í sumar, spennandi verður að sjá hver það er. Staðan í Íslandsmótinu fyrir Álfsneskeppnina er eftirfarandi:

 • Aron Ómarsson 150 stig
 • Einar Sverrir Sigurðarson 128
 • Gunnlaugur Karlsson 117
 • Kári Jónsson 91
 • Ragnar Ingi Stefánsson 83

Nú er rétti tíminn til að huga að flugmiðum á staðinn en Icelandair flýgur ekki beint til Mílanó nema út ágúst þannig það þarf að finna tengiflug. Hér er listi yfir helstu flugvelli í nágrenninu:

 • Bergamo Orio al Serio Airport,  38 km

  voila_capture11b

  Nokkrir flugvellir á Norður-Ítalíu

 • Brescia Montichiari Airport – Gabriele D’Annunzio, 35 km
 • Milano Linate Airport, 80 km
 • Verona Villafranca Airport – Catullo, 75 km
 • Milano Malpenza, 125 km

Motocross.is hefur verið boðið að vera með beina sjónvarpsútsendingu af keppninni með  lýsingu frá staðnum á íslensku. Áhugasamir kostendur geta haft samband við vefstjóra. (mjög hagstætt verð í boði)

Fleiri upplýsingar um keppnina er hægt að nálgast á www.mxnations2009.com

6 comments to MXoN nálgast

 • gudnif

  Voru reglurnar ekki að fyrsti og annar maður úr MXopen fara og fyrsti maður úr MX2 sem að eru þá
  einhverjir af þessum:
  1 Viktor Guðbergsson 113
  2 Eyþór Reynisson 102
  3 Sölvi Borgar Sveinsson 102
  4 Heiðar Grétarsson 81

 • KTM

  Ef það væru reglunar þá hefði Gulli farið í fyrra en Einar var í fyrsta og Valdi í öðru var ekki aron síðan í 3 en þetta er náttulega staðan og hvernig menn hafa staðið sig og ástand.

 • gudnif

  Það var líka í fyrra.
  Það eru nýjar reglur fyrir þetta ár.

 • Jú það er rétt hjá Guðna, það verður einn sendur úr MX2 flokknum, þetta gaf MSÍ út í nóvember í fyrra fyrir þetta ár:
  Reglur MSÍ um þáttöku í “MX of Nation”

  Til að öðlast keppnisrétt í “MX of Nation” þarf viðkomandi að vera Íslenskur ríkisborgari, vera félagi í aðildarfélagi MSÍ og hafa keppt í meistaradeild í Íslandsmótinu í MX-Open / MX-2 á árinu sem keppni fer fram.
  Stjórn MSÍ skipar liðsstjóra fyrir “MX of Nation” keppnisliðið.
  Liðsstjóri í samvinnu við stjórn MSÍ skipar í keppnisliðið.
  Eftir 4. umferð Íslandsmótsins (eða fyrir lokafrest FIM) verður “MX of Nation” keppnisliðið valið.
  3 keppendur verða valdir til þáttöku á “MX of Nation” 2009
  Við val á 1. og 2. keppanda liðsins skulu valdir tveir efstu keppendur í Íslandsmóti í MX-Open eftir 4. umferð og skulu þeir flokkast í MX-1 og MX-Open flokka fyrir “MX of Nation”
  3. keppnismaður liðsins skal valinn efsti keppandi í Íslandsmóti í MX-2 eftir 4. umferð Íslandsmótsins og flokkast hann í MX-2 flokk á “MX of Nation”
  Ef keppandi tekur ekki sæti sitt eða forfallast skal leyta til 3. keppanda í Íslandsmóti í MX-Open til þess að leysa af hólmi keppendur samkv. 6. gr. Leyta skal til 2. keppenda í Íslandsmóti í MX-2 til þess að leysa af hólmi keppanda samkv. 7. gr.
  Ef ekki tekst að skipa í 3 manna keppnislið eftir þessum reglum, 6.gr. 7.gr og 8.gr. áskilur stjórn MSÍ sér rétt til þess að skipa í liðið í samráði við liðsstjóra.
  Þegar keppnisliðið hefur verið skipað heyrir liðið undir stjórn liðsstjóra sem fylgir liðinu til keppni á “MX of Nation.
  Keppendur munu fá ferðastyrk frá MSÍ en munu sjálfir þurfa að standa undir kostnaði við keppnishjól og aðstoðarmenn ásamt öðrum kostnaði.
  MSÍ mun leita leiða til þess að afla keppnisliðinu styrkja í samráði við liðsstjóra til þess að standa undir kostnaði og munu styrkir deilast jafnt á keppendur.
  MSÍ hefur fullt vald yfir merkingum á keppnishjólum og keppnisgöllum keppenda.
  Keppendur geta verið með sína eigin kostendur en þeir þurfa þó samþykki MSÍ og liðstjóra fyrir sínum kostendum og skal leitast við að ekki verði hagsmunaárekstrar þar á.
  Liðsmenn geta þurft að ganga undir lyfjapróf áður en haldið verður á MxofN eftir nánari ákvörðun liðsstjóra og stjórnar MSÍ
  Ákvarðanir stjórnar MSÍ og liðstjóra eru endanlegar og er ekki hægt að afrýja þeim.

  Stjórn MSÍ

  Reykjavík. 1. nóvember. 2008

  http://www.msisport.is

 • stufur

  hehe. Það eru örugglega einhverjir sem naga sig í handabökin yfir að hafa ekki farið í MX2 flokkinn í sumar

 • villi_90

  Er einhver að fara? Á hvaða flugvöll ætliði að fara?

Leave a Reply