Eru steinar í brautum heilagar kýr?

Maður bara spyr sig!!!!!!!

Þannig er mál með vexti að sl. mánudag fór ég að hjóla í nýrippaðri Álfsnesbraut, og hafði ljómandi gaman af, nema hvað að þó nokkuð af stóru grjóti var á ýmsum stöðum í brautinni. Við vorum, á þeim tíma, þrír að hjóla í brautinni. Við tókum okkur til og týndum stærstu grjótin úr brautinni og viti menn nú var hrein unun að keyra enda ekkert grjót að þvælast fyrir manni. Það var þörf á því að taka á honum stóra sínum í tvígang enda voru tvö risa grjót vel ofan í jörðinni ( toppurinn á ísjakanum stóð uppúr )  þetta tók okkur ekki nema ca 15 mín. Ekki sáum við eftir þeim tíma enda tekur mun lengri tíma að skipta um slöngu eða fyrir sár að gróa.

Nú!!! til að gera stutta sögu langa,!. Þá fór ég aftur að hjóla í Álfsnesbraut í gærkvöldi og viti menn, það var komið slatti af grjóti upp í brautinni. Ég hugsaði með mér „er grjótið eins og heilagar kýr ?“ Bannað að hreyfa við því!? Það  hlýtur að vera þannig í augum margra hjólara því að ég trúi ekki að fólk vilji keyra á steinana og slasa sig. Það er auðséð að það er einfaldara að keyra framhjá grjótinu hring eftir hring en að stoppa einu sinni eða tvisvar og henda steinunum út fyrir brautina. Ég fór í það, aftur og enn, og henti nokkrum „heilögum kúm“ út fyrir brautina. Þvílíkur munur!!! Engir steinar að þvælast fyrir, amk mjög lítið af þeim og línan mín varð miklu betri. 

Það væri þvílíkur munur ef hjólarar gætu séð af ca 5 mín í hvert skipti sem hjólað er og hent eins og 2-3 „heilögum kúm“ út fyrir brautina, þá væru brautirnar okkar betri og betri í hvert skipti.

14 hugrenningar um “Eru steinar í brautum heilagar kýr?”

  1. Þá spyr maður sig bara á móti, hvað er eiginlega hlutverk starfsmanna VÍK? er það ekki að tína grjót úr brautinni líka? mér finnst alltaf eins og að ef að það er ekki hægt að vinna verkið með traktor eða jarðýtu að þá nenni þeir ekki að gera það. Er svo mikið mál fyrir þá að labba einn hring á dag og týna stærsta grjótið úr brautinni? Eru ekki orðnir heilir þrír starfsmenn í vinnu hjá VÍK? og þrátt fyrir það að þá er bara önnur brautin keyranleg (Álfsnes). Og Bolaldan er gjörsamlega hreinn og beinn viðbjóður eftir þessar breytingar og ekki batnar hún þegar hún er orðin hrein möl á köflum afþví að það er ekki rakað úr henni grjótið.

  2. 1. Lagi það eru bara tveir starfsmenn hjá V’ÍK.
    2. Lagi er annar af þeim í sumarfríi núna.
    3. Lagi eru það tvær brautir sem er verið að hugsa um
    4. Lagi þá eru starfsmaðurinn upp fyrir haus í því að reyna að viðhalda uppstökum í Bolaöldubraut þessa dagana.
    5. Lagi, það verður aldrei hægt að hafa það mikinn mannskap í vinnu hjá VÍK að hægt sé að halda brautunum grjótlausum og í 100% standi alla daga. Nema þá að það sé talið eðlilegt að rukka 4-5000 fyrir hvert skipti sem hjólað er. Meðan þurkatíðin heldur áfram þá verður mikið af grjóti. Og það munar um hvern stein sem hent er úr brautinni. Starfsmennirnir munu aldrei hafa undan því.
    6. Lagi þá eru bæði Riperinn og jarðýtan biluð þannig að það er ekki hægt að vinna með þeim tækjum í Bolaöldubraut núna. Brautin verður lagfærð þegar jarðýtan kemur til baka.
    Enn hve lífið væri indælt ef þetta félagið ætti mikið af peningum og tækjum til að hafa þetta eins í ameríku….

  3. 7. Lagi þá er dagsmiðinn í braut hér landi svo ódýr að brautirnar geta ekki staðið undir sér, og þess vegna þarf mökk af sjálfboðavinnu til að dæmið gangi upp!

    Þegar maður hjólar í braut, þá er ágætt að hugsa til þess að maður sé með 80% afslátt af miðanum því sjálboðavinna heldur verðinu niðri og því fleiri sem hjálpa til því betri brautir höfum VIÐ!

    Brautin hjá Ed Bradley http://www.doncastermotoparc.co.uk/prices.html
    Virkur dagur 25pund = 5300ISK
    Helgi 30pund = 6300
    Og samt er grjótkafli og brakebumps og allur pakkinn!
    Þó svo gengið sé heldur bogið, þá hækkar reksturinn á tækjunum hjá VÍK með aumu gengi

  4. Ég er ekki frá því að ég vilji bara borga hærra brautargjald og fá betri braut í staðinn… hversu mörgum þúsundköllum hefur maður „hent“ í að borga sig inní brautir og svo þegar maður kemur að brautum að þá eru þær gjörsamlega handónýtar og illa hirtar. Þetta kostar meira en bara brautargjaldið, það kostar að keyra uppeftir, það kostar að taka með sér nesti ef maður ætlar sér að vera einhvern tíma, þetta kostar gríðarlegann tíma að taka sig til, hjóla og ganga frá öllu dótinu aftur og það er hreinlega fátt jafn svekkjandi í þessum bransa eins og þegar maður er búinn að vinna alla undirvinnuna og kemur svo að braut sem er viðbjóður að hjóla í og maður tekur nokkra hringi og fer svo heim hundfúll og þessvegna væri ég meira en til í að borga meira ef að ég gæti alltaf gengið að því vísu að brautirnar væru í toppstandi. Og ég er ekki frá því að það ætti að setja það inní starfslýsingu hjá starfsmönnum VÍK að þeir hendi inn smá tali inná netið um hvað sé búið að vera að gera í brautunum svo að maður geti ákveðið sig í hvaða braut maður ætlar að fara í og svo maður viti hvaða braut er í góðu standi.

  5. Ég er alveg sammála málshefjanda að mann munar ekkert um að staldra nokkrum sinnum við í fyrstu 2-4 hringjunum eftir að maður kemur á staðinn að tína grjót úr brautunum. Yfirleitt getur maður gert þetta beint af hjólinu, ýmist með að sparka steinum út af eða teygja sig niður. Eins og Óli bendir á, þá aukast gæðin á brautinni margfalt við þetta sem tekur þó ekki nema nokkrar mínútur að gera.
    Bolaldan er auðvitað sérstakt dæmi, enda lögð í malarnámur, og maður verður bara að taka henni sem slíkri. Það ætti þó auðvitað ekki að stoppa mann í að henda út úr brautinni stærri grjótum sem geta valdið hættu.

    Við megum ekki gleyma því að við erum lítið samfélag áhugafólks að reyna að halda við boðlegri aðstöðu. Við erum með fínar, keppnishæfar brautir á 6-7 stöðum á landinu og það sem slíkt er mikið afrek í mínum huga. Það tekst auðvitað ekki nema að við leggjum öll eitthvað aðeins á okkur, og það minnsta sem við í massanum getum gert er að gefa okkur nokkrar mínútur þegar við mætum að staðinn og lagað aðeins til fyrir okkur sjálf og þá sem með okkur eru.

    Þetta samfélag er ekkert annað en við sjálf og krafturinn í starfinu er nákvæmlega undir okkur sjálfum kominn og engum öðrum.

  6. Það er sama inná hvaða síðu maður fer Óli, alltaf kemur blogg frá þér um leið og þú ert búin að hjóla hvað allt sé ómögulegt. Ég hef heyrt að brautinar í keilu höllinni séu alltaf sléttar og ekkert grjót þar, sérstaklega 5. og 6. brautin, spurning um að athuga með þær.

    Ekki taka þessu nærri þér samt, þetta er bara grín, við Össi fórum 2 hringi í gær og týndum nokkur grjót í Álfsnesinu, það var reyndar mjög lítið af grjóti, kannski af því að þið voruð búnir að týna þetta allt saman 🙂

  7. Sammála Óla !!! Ekkert mál að taka sig til öðru hverju og tína grjót úr brautinni, en glatað að hafa það á tilfinningunni að maður sé sá eini sem sé að standa í því, ÁFRAM ÓLI 🙂

  8. Óli fær mitt atkvæði ef þetta er orðin einhver atkvæðagreiðsla… en Aron fær atkvæði mitt fyrir fyndnasta innleggið

  9. bara hjóla á akureyri, alltaf sól og engir steinar í brautinni, alltaf gott rakastig, mátulegir og góðir bremsuúpsar og röttar í beygjum, svona er þetta bara hja okkur, er það ekki ?………. hahaha 😀

  10. Spurning um að fara bara í einn góðan endurótúr, þá hverfa öll grjót úr Álfsnesbrautinni

Skildu eftir svar