Aron enn með fullt hús

Aron vann öll þrjú motoin á Álfsnesi í dag og er því enn með fullt hús í MX-Open flokki á Íslandsmótinu eftir 3 umferðar. Hann sigraði með nokkrum yfirburðum en þó var mjótt á mununum í fyrsta motoinu þegar Gunnlaugur Karlsson var aðeins 0,5 sek á eftir honum, eftir fall Arons í næstsíðustu beygju. Kári Jónsson kom sterkur inn og endaði annar og Íslandsmeistarinn Einar Sigurðarson stöðugur í þriðja sæti.

Viktor Guðbergsson er kominn með aðra höndina á farseðil á MXoN eftir að hafa unnið MX2 flokkinn og jafnframt verið í 4.sæti í keppninni.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir með talsverðum yfirburðum en þetta er fyrsta keppni hennar á Íslandi á þessu ári. Hún hefur verið að keppa í heimsmeistarakeppnum í Evrópu í sumar.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

MX-Open

  1. Aron Ómarsson
  2. Kári Jónsson
  3. Einar S. Sigurðarson
  4. Viktor Guðbergsson
  5. Gunnlaugur Karlsson
  6. Ragnar Ingi Stefánsson

MX-2

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Gísli Þór Ólafsson
  3. Örn Sævar Hilmarsson
  4. Andri Már Gunnarsson
  5. Eyþór Reynisson
  6. Heiðar Grétarsson

MX-Unglingaflokkur

  1. Bjarki Sigurðsson
  2. Hákon Andrason
  3. Björgvin Jónsson
  4. Kjartan Gunnarsson
  5. Friðrik Freyr Friðriksson
  6. Pálmi Freyr Gunnarsson

MX-B

  1. Gunnar Smári Reynaldsson
  2. Ernir Freyr Sigurðsson
  3. Eiríkur Rúnar Eiríksson
  4. Eysteinn Jóhann Dofrason
  5. Robert Knasiak
  6. Guðmundur Hlynur Gylfason

MX-B -40+

  1. Haukur Þorsteinsson
  2. Hrafnkell Sigtryggsson
  3. Guðmundur Guðmundsson

MX-kvenna opinn

  1. Signý Stefánsdóttir
  2. Aníta Hauksdóttir
  3. Karen Arnardóttir
  4. Margrét Mjöll Sverrisdóttir
  5. Sandra Júlíusdóttir
  6. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

MX-kvenna 85

  1. Ásdís Elva Kjartansdóttir
  2. Guðfinna Gróa Pétursdóttir
  3. Una Svava Árnadóttir

MX-85

  1. Guðmundur Kort
  2. Guðbjartur Magnússon
  3. Haraldur Örn Haraldsson
  4. Ingvi Björn Birgisson
  5. Hinrik Ingi Óskarsson
  6. Einar Sigurðsson

Nánari úrslit má finna á MyLaps.com

Skildu eftir svar