Vefmyndavél

VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira

Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira

Skráningarfrestur í 6 tíma keppnina sem fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu laugardaginn 20. júní hefur verið framlengdur til 22:00 á föstudagskvöldið.
Veðurspáinn er góð fyrir laugardaginn, 10-12 stiga hiti og skýjað, lítur út fyrir hið fullkomna Enduro veður.
Nú er engin afsökun, skrá sig með félögunum 1, 2 eða 3 í liði og mæta í þessa frábæru keppni. Unnið er hörðum höndum við brautarlagningu og hafa þeir Guggi, Beggi og Elli Pípari verið á fullu síðustu daga við að fullkomna ca. 16 km. hring. Í dag 17. júní er verið að grjóthreinsa slóðana með hjólaskóflu en hringurinn er öllum fær og verður nú í fyrsta skipti keppt að hluta til inní Jósepsdal.
Enduro og MX brautir í Bolaöldu verða lokaðar frá miðnætti 17. júní og fram að keppni og eru félagsmenn og aðrir beðnir að virða þessa lokun.

Dagskrá laugardagsins 20. júní er eftirfarandi:

Kl: 13:00 Skoðun keppnistækja í „6 tíma“ keppni hefst.
Kl: 14:00 Barna-Cross fyrir 50/65cc hjól, frítt fyrir þátttakendur,
bara að mæta, skrá sig á stanum og hafa gaman. Braut = Branabraut.
Kl: 15:00 Barna-Cross fyrir 85cc hjól, frítt fyrir þátttakendur,
bara að mæta, skrá sig á stanum og hafa gaman. Braut = MX braut.
Kl: 16:00 Verðlaunaafhending fyrir Barna-Cross og grillaðar pylsur
fyrir þátttakendur.
Kl: 17:00 Skoðun keppnistækja í „6 tíma“ keppni líkur.
Kl: 17:45 Uppröðun á ráslínu fyrir „6 tíma“ hefst.
Kl: 18:01 Ræsing í 6 tíma Midnight Off-Road Challenge.
Kl: 24:01 Keppni líkur.
Kl: 01:00 Verðlaunaafhending,
grillaðir hamborgarar fyrir keppendur og kveikt í Jónsmessubrennunni.
Kl: 02:00 Hátíð slitið.

Stjórn VÍK og keppnisstjórn vill biðja alla keppendur og aðstoðarmenn um að ganga vel um svæðið og hirða upp eftir sig rusl og annað sem til fellur. „Láttu ekki þitt eftir liggja“

Þeir sem hafa áhuga fyrir að aðstoða við framkvæmd keppninnar, „race police“ ofl. eru vinsamlega beðnir að senda póst á vik@motocross.is

Koma svo… skrá sig og mæta með góða skapið.
Stjórn VÍK & Keppnisstjórn „6 tíma“

4 comments to VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

Leave a Reply