Vel heppnaður krakkadagur hjá VÍR

Glæsilegur hópur á krakkaegi VÍR
Glæsilegur hópur á krakkadegi VÍR

Fyrsti Púkadagur sumarsins hjá Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness var haldinn sunnudaginn 21.júní í Sólbrekkubraut. Tæplega 30 börn upp að 12 ára aldri tóku þátt á þessum degi.

Frábært var að fylgjast með þeim, gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti enda mörg þeirra búin að bíða lengi eftir þessum degi. Prúðmennskan og kurteisin voru í fyrirrúmi hjá þeim enda allt fyrirmyndar krakkar. Allt fór vel fram og sýndu mörg þeirra góð tilþrif og takta við aksturinn og gáfu stelpurnar strákunum ekkert eftir.

Foreldrar og velunnarar lögðu einnig hönd á plóg og sáu um að manna pallana auk þess að rétta fram fleiri hjálparhendur.

Á eftir var svo boðið upp á grillaðar pylsur og að sjálfsögðu fengu allir þáttakendur viðurkenningu frá VÍR auk glaðnings frá Sparisjóðnum í Keflavík.

VÍR mun verða með fleiri Krakkadaga og Unglingadaga í sumar og verða þeir auglýstir á vef félagsins www.vir.is. Þar eru einnig myndir og video.

Sérstakar þakkir fær Arnar Sveinbjörnsson í Hellusteini fyrir einstök liðlegheit við lagfæringu á brautinni. Einnig þökkum við öllum þeim sem komu að þessu með okkur og vonum að þið hafið haft jafn gaman af og við.

Kveðja, Púkadeild VÍR

Skildu eftir svar