Styttist í Miðnæturkeppnina 20. júní – skráningu lýkur eftir viku!

Ótrúlegt en satt, sumarið flýgur áfram og það eru bara 10 dagar í Miðnæturkeppnina 20. júní. Tæplega 200 manns eru þegar skráðir en skráningur lýkur á miðnætti nk. miðvikudag 17. júní. Þegar er byrjað að huga að brautarlagningu og hefur margt verið rætt – brautin verður ekki eins og í fyrra en markmiðið er skemmtileg og flæðandi braut sem allir keppendur, konur og sæmilegir 85cc keyrarar komast klakklaust. Nú er málið að skrá sig í skemmtilegustu keppni ársins, græja hjólið og mæta klár á laugardaginn eftir viku. Dagskráin yfir daginn er að mótast og fer í loftið von bráðar.

Ein hugrenning um “Styttist í Miðnæturkeppnina 20. júní – skráningu lýkur eftir viku!”

Skildu eftir svar