Vefmyndavél

Signý með tvö stig

signy_stefansdottir.jpg

Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari 2008

Signý Stefánsdóttir nældi sér í 2 stig í heimsmeistaramótinu í motocrossi í dag. Keppnin fór fram í Teutschenthal í Þýskalandi og hafnaði Signý í 20.sæti í báðum umferðunum og í 20.sæti samanlagt með tvö stig.

Bryndís Einarsdóttir keppti einnig í þessari keppni og varð í 32.sæti í fyrri umferðinni en var í 31.sæti í seinni umferðinni þegarhún hætti keppni. Við bíðum frekari frétta um hvers vegna hún hætti keppni.

Þessi stig sem Signý hlaut munu vera fyrstu stig Íslendings í heimsmeistarakeppni í motocrossi. Til hamingju með það Signý.

Hér er tengill á úrslitin

Leave a Reply