Vefmyndavél

Mikið fjör í Bolaöldu í gær

Það var mikið fjör í Bolaöldu í gær. OfurSveppi ásamt OfurBínu mættu á svæðið og gerðu það sem ýmsir höfðu hugsað en ekki gert – þau kláruðu að mála húsið ásamt ýmsum öðrum verkum sem lágu fyrir.

Garðar og Biggi voru í skilta- og merkingarmálum – þvílíkir fagmenn þarna að verki.  Annað eins hefur ekki sést norðan alpafjalla.

Enduroslóðanefndin var líka á svæðinu til að vinna að 6 tíma keppninni.  Þar er á ferð hópur valinkunnra manna sem vita sínu viti, enda hoknir af reynslu. Að þeirra sögn er búið að finna flottar leiðir til brúks í keppninni – SPENNANDI !!!

Bolaöldubrautarnefnd mætti einnig á svæðið til pælinga.  Nefndin er með ýmsar framkvæmdir á prjónunum, en þær koma í ljós þegar nær dregur keppni.

Svakalegt fjör var í MX brautunum og enduroslóðar voru tættir fram og til baka. Aðstaðan okkar á svæðinu er enda til þess fallin að allir geta fundið sér eitthvað til drullumallsdundurs í sínum frítíma.

Frábær dagur og kvöld í frábærri aðstöðu með frábæru fólki.

Óli Gísla

Leave a Reply