Keppni 4. júlí, skráning opin – vinnukvöld á miðvikudagskvöld.

2. umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fer fram um næstu helgi í Bolaöldu. Skráning er hafin á vef MSÍ og um að gera að skrá sig sem  fyrst til keppni. Sérstaklega eru eldri keppnismenn hvattir til að mæta og gera 40+ flokkinn keppnisfæran. Þá er rétt að minna á að keppnisgjöld fyrir 85 flokkinn (stráka og stelpu) eru aðeins 3.000 kr. til að fá sem flesta af ungu ökumönnunum til að vera með í þeim flokki.

Vinnukvöld verður á svæðinu á miðvikudagskvöldið frá kl. 19 og er öll hjálp velkomin. Þá verður talsvert unnið í brautinni næstu daga við lagfæringar á talsvert mörgum stöðum. Hún verður því opin næstu daga sem hér segir:
Þriðjudagur – lokað á milli 12 og 17 – opið um morguninn og eftir kl. 17.
Miðvikudagur – lokað á milli 12 og 17 og eftir kl. 20 – opið um morguninn og á milli 17 og 20
Brautin verður svo lokuð fimmtudag og föstudag fram að keppni.
Strax eftir keppni verður brautinni síðan breytt og akstursstefnunni snúið við fyrir keppnina sem haldin verður í Bolaöldu 22. ágúst. Breytingarnar næstu daga verða væntanlega umtalsverðar og verður spennandi að sjá hvernig menn kunna að meta þær.

Skildu eftir svar