Vefmyndavél

Kári vann aftur – óvænt annað sætið

Kári Jónsson sigraði með nokkrum yfirburðum í 3. og 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin var í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Öllu óvæntara var að Björgvin Sveinn Stefánsson varð í öðru sæti en hann hefur ekki náð hærra en 4.sæti hingað til. Einar S. Sigurðarson varð þriðji. Núverandi Íslandsmeistari, Valdimar Þórðarson kláraði ekki fyrri umferðina en varð annar í þeirri seinni.

Meistaradeild:

 1. Kári Jónsson 200 stig (samtals 400 stig til Íslandsmeistara)
 2. Björgvin Sveinn Stefánsson 152 st (286 stig)
 3. Einar Sverrir Sigurðarson 150 st (300 stig)
 4. Gunnlaugur Rafn Björnsson 127 st (241 stig)
 5. Jónas Stefánsson 114 st (203 stig)


Valdimar Þórðarson er með 255 til Íslandsmeistara og því ljóst að Kári getur tryggt sér titilinn í 5.umferðinni af 6.

Tvímenningur

 1. Bjarki Sigurðsson
 2. Finnur Aðalbjörnsson
 3. Ásgeir Elíasson

Kvennaflokkur

 1. Aníta Hauksdóttir
 2. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
 3. Guðfinna Gróa Pétursdóttir
 4. Theodóra Björk Heimisdóttir

Baldursdeild

 1. Hákon Andrason
 2. Hafþór Ágústsson
 3. Þorri Jónsson
 4. Eiríkur Rúnar Eiríksson
 5. Anton Freyr Birgisson

85cc

 1. Guðbjartur Magnússon
 2. Haraldur Örn Haraldsson
 3. Ingvi Björn Birgisson
 4. Kristófer Daníelsson

Ítarlegri úrslit er hægt að finna á heimasíðu MSÍ

Leave a Reply