Vefmyndavél

Tæplega 100 keppendur í endúróinu

 

Valdimar Þórðarson, Íslandsmeistari í Enduro 2008

Valdimar Þórðarson, Íslandsmeistari í Enduro 2008

Það er frábær þátttaka og veðurspá fyrir fyrstu og aðra umferð Íslandsmótsins í Enduro sem fara fram í Bolaöldu á laugardaginn. Rétt tæplega 1oo manns eru skráðir og stefnir í að Valdimar Þórðarson þurfi að hafa mikið fyrir því að verja Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra. 

Keppnin fer fram í nýlagðri braut í Bolaöldu svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins rétt hjá Litlu Kaffistofunni og eru áhorfendur sérstaklega velkomnir að fylgjast með þessari fjölskylduskemmtun. Góð aðstaða er á svæðinu fyrir mörg hundruð manns og auðvelt að sjá keppnisbrautina. Af bílastæðinu sést nokkuð góður hluti og svo er einstaklega skemmtilegt að rölta aðeins uppí hlíðarnar og sjá afskekkta hluta brautarinnar. 

Að þessu sinni er keppt í þremur nýjum flokkum auk þeirra venjubundnu þ.e. Meistaradeildar og Baldursdeildar. Þeir eru 85cc flokkur, kvennaflokkur og 40+ flokkur og eflaust mun spennan í þeim flokkum verða gríðarleg eins og venjan er í endurokeppnum. 

Smellið til að sjá skráða keppendur

4 comments to Tæplega 100 keppendur í endúróinu

 • maggi

  En hvar er dagskrá fyrir keppnina? Það er bara dagskrá frá 2008 inn á vef MSÍ og hún getur varla verið gild þar sem það er búið að breyta einhverju síðan í fyrra.

 • frilli80

  veit einhver hérna hvar er hægt að hjóla í sæmilegu skjóli fyrir þessu fja roki á reykjavíkursvæðinu?

 • maggi

  Móso var í lagi í gær og varla verri núna.

 • frilli80

  ja fór þangað og síðan í mosó gryfjurnar,,,það var snilld

Leave a Reply