Skráningarfrestur í fyrsta MX mótið rennur út á miðnætti 26 maí

img_1389Það er ótrúlegt hvað margir bíða með að skrá sig alveg fram á síðustu stundu í stað þess að klára dæmið vitandi að þeir ætla sér að keppa.  Eða það sem verra er, vegna sofanda hátts, gleyma að skrá sig sér og öðrum til mikilla ama.  Því viljum við minna fólk á að skrá sig í tíma á vef MSÍ því skráningarfrestur í fyrsta motocrosskeppni ársins rennur út á miðnætti þriðjudaginn 26 maí.  Eftir það er EKKI HÆGT AÐ SKRÁ SIG.  Einnig bendum við fólki á að kynna sér reglur vegna keppninnar, sbr. flöggunarreglur, merkingar á hjólum og keppnisreglur svo eitthvað sé nefnt ásamt að prenta út þátttökuyfirlýsingu sem á að vera undirrituð og tilbúin við skoðun á hjólinu.  Það er líka áríðandi að fólk sé búið að ganga frá félagsgjöldum í sín félög/klúbba fyrir árið 2009 því annars verður skráning ekki gild í mótið.  Ef þig vantar leigusendi, að þá eru þeir til leigu í Nitró og betra að gera ráðstöfun hvað þá varðar í tíma.  Að lokum, öll hjól þurfa að vera með gildar ábyrgðatryggingar.

4 hugrenningar um “Skráningarfrestur í fyrsta MX mótið rennur út á miðnætti 26 maí”

  1. Hver haldiði að vinni þetta? Verður það ekki Aron 66 sem nær titlinum? Eða verður Kári með?

  2. Sæll 220

    Heldurðu að þú breytir ekki notendanafninu þínu þar sem þetta er keppnisnúmerið mitt
    og þarafleiðandi geta menn ruglað okkur saman
    Kveðja
    Hjörtur #220

  3. Við Hafnfirðingar erum nú ekkert til í eitthvað svona… eða jú ég tékka á þessu.

Skildu eftir svar