Skráning í fyrstu umferðina í Enduro

Skráning er hafin í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Enduro og lýkur henni á miðnætti á þriðjudagskvöld. Vefurinn hvetur alla til að skrá sig tímanlega til að forðast óþægindi og að þurfa að skálda upp afsakanir um að tölvan hafi frosið og blablabla…

Skráningin fer fram á vef MSÍ og þar er smellt á Mótaskrá og svo smellt á blýantinn. Fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta skiptið þarf fyrst að fá notendanafn á síðuna og lykilorð. Vinsamlega kynnið ykkur það tímanlega.

Skildu eftir svar