Signý Stefánsdóttir að gera góða hluti í Portúgal

Signý í MotoMos um daginnSigný Stefánsdóttir, núverandi Íslandsmeistari kvenna í motocrossi og íscrossi, náði þeim frábæra árangri að verða í 22 sæti af 40 keppendum í dag í fyrra moto-inu í FIM mótaröðinni, sem fer fram í Portúgal.  Hún var með 28 besta tímann eftir tímatökunna, en náði líka þessum frábæra árangri í fyrra moto-inu.  Seinna moto-ið fer fram á morgun og hefst það kl.10:15 að íslenskum tíma.  En hægt er að fylgjast með keppninni á heimasíðunni www.freecaster.tv.  En samhliða fer fram umferð í MX1 og MX2 í FIM mótaröðinni.  Þetta er afar góður árangur hjá Signý og VÍK, sem og sjálfsagt allir motocross áhugamenn, óska henni góðs gengis á morgun.

Skildu eftir svar