Langar þig í árskort hjá VÍK og góða Bearnaissósu?

Ef svarið er játandi, þá er þetta málið.  Við erum að leita að 15 einstaklingum til að taka að sér flöggun í motocrossmótum ársins.  Um er að ræða þrjú mót, eitt í Álfsnesi og tvö í Bolaöldu, í sumar.  Þú skuldbindur þig til að mæta og starfa sem flaggari á þessum þremur mótum og í staðinn færð þú að launum árskort í brautir VÍK plús að þú færð að upplifa einstaka stemmingu sem þátttakandi í hinni margrómuðu og viðfrægu Hrauneyjarferð – Enduroferð þar sem hjólað er á skemmtilegu svæði yfir daginn og síðan er dagurinn toppaður með góðum kræsingum. 

Ef þú hefur áhuga, þá geturðu sent tölvupóst á netfangið vik@motocross.is og haft verður samband við þig í kjölfarið.  Fyrstur kemur, fyrstur fær  – svo framarlega að þeir uppfylli lágmarksskilyrði.  Viðkomandi má ekki vera yngri en 18 ára, geta skuldbundið sig að mæta á þessar þrjár keppnir og hafa gaman af keppnum.  Þetta er alveg tilvalið fyrir vinahóp eða vinnustaðahóp þar sem hjólafólk hefur gaman af að koma saman til að hjóla.  Þarna getur allur hópurinn tryggt sér aðgang að einu af bestu brautum landsins í heilt ár.  En árskortið gildir í tvær brautir sem VÍK hefur til umráða, Álfsnes og Bolaöldu. 


Ein hugrenning um “Langar þig í árskort hjá VÍK og góða Bearnaissósu?”

  1. Góðan daginn, það hafa verið mjög góð viðbrögð við þessari auglýsingu og greinilegt að marga langar í kort og Bearnaisesósu. Við þökkum öllum sem hafa sent okkur póst – við munum taka saman alla sem hafa áhuga og boða til fundar í næstu viku þar sem við förum yfir fyrirkomulagið á verkefninu í sumar. Bestu kveðjur.

Skildu eftir svar