Vefmyndavél

Íslandsmótið í Enduro að hefjast

1. & 2. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ fer fram laugardaginn 16. maí. á félagssvæði VÍK við Bolaöldu.
Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær.
Þetta þýðir heldur léttari keppnisbrautir en sú þróun sem verið hefur síðustu ár.
Einnig verður gerð smávægileg breyting á dagskrá að því leyti að Meistaraflokkur og Tvímenningur munu ræsa fyrstir á keppnisdag en ekki B-flokkur eins og verið hefur.
Nú verður hægt að skrá sig sérstaklega í B-85cc, B-Kvennaflokk og B-40+ flokk og keppa þessir flokkar með B-flokknum.
Til þess að viðkomandi flokkur teljist gildur þarf minnst 5 keppendur og verða þá veitt sérverðlaun fyrir viðkomandi flokk.
Í B-flokk verða veitt verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti yfir heildina eins og verið hefur en einnig verða veitt verðlaun sérstaklega fyrir 1.2. og 3. sæti í ofangreindum flokkum miðað við að það náist 5 keppendur eða fleiri.

Hafinn er undirbúningur að brautarlagningu á félagssvæði VÍK við Bolaöldu og svæðið lítur vel út og kemur vel undan vetri.
Leitast verður við að leggja nýjar brautir og lagfæra gamlar. B brautin verður heldur styttri en fyrir Meistaraflokk og Tvímenning sem munu nota B brautina ásamt tveimur auka slaufum sem bætt verður við.
Markmiðið við brautarlagninguna er að hafa skemmtilega tæknilega keppnisbraut sem er þó ekki með ókleifum hindrunum sem keppendur lenda í vandræðum með og einnig er tekið tillit til þess að ekki verði skemmdir á keppnistækjum.

Skráning í keppnina er á www.msisport.is og stendur til miðnættis þriðjudaginn 12. maí.
Þeir keppendur sem skrá sig í Tvímenning þurfa að skrá sig undir einu nafni og tilkynna liðsfélaga á skraning@msisport.is

Skráning keppnisliða fer fram samkvæmt „Liðakeppnisreglum“ MSÍ og þarf að senda inn skráningu fyrir keppnislið á skraning@msisport.is þar sem allar upplýsingar þurfa að koma fram einnig þarf að millifæra greiðslu fyrir skráningu inn á reikning MSÍ Reikn: 525-26–401270 kt: 500100-3540

— 
Karl Gunnlaugsson
Formaður
MSÍ / Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands

GSM: 893-2098
Email: kg@ktm.is
www.msisport.is

2 comments to Íslandsmótið í Enduro að hefjast

  • EiS

    Þetta hljómar vel. Nú ættu allir að geta tekið þátt og skemmt sér vel.
    Algjör óþarfi að hafa eitthvað „Romaniacs“ eða „Last man standing“ þema í Íslandsmótinu í Endúró. Nú hljóta líka 40+ karlarnir að hópast í keppnina…eða hvað?? 😉

  • Hekla

    shæss… það verða þá enþá fleiri keppendur í B – flokki en voru í fyrra… og oft voru helv… margir þar… hehe en ég verð á hliðarlínunni í sumar og horfi á ykkur hin fljúga um holta og hæðir : )

    Hekla #336

Leave a Reply