Hver verður Íslandsmeistari?

Nú er skráningu lokið í fyrstu motocross keppni sumarsins og eru 98 keppendur skráðir. Þátttakan verður að teljast nokkuð góð og er sérstaklega gaman að sjá góða skráningu í MX-open flokkinn. Athyglisvert er að Valdimar Þórðarson er ekki skráður til leiks en hann hefur verið í toppbaráttuinni í mörg ár og í landsliðinu. Tveir sterkir ökumenn eru að koma aftur eftir meiðsli og það eru þeir Gylfi Freyr Guðmundsson og Kári Jónsson sem báðir verða að teljast líklegir til afreka í sumar. Í baráttunni með þeim verða örugglega Aron Ómarsson og Einar Íslandsmeistari Sigurðarson. Ef allir haldast ómeiddir út sumarið er líklegt að spennan haldist fram á síðasta hring.
MX2 verður ekki síður spennandi þar sem Sölvi Sveinsson, Eyþór Reynisson, Heiðar Grétarsson og Viktor Guðbergsson verða að teljast líklegastir til afreka.
Einnig verður að teljast skemmtiegt að sjá nýjan lit í brautinni en allnokkur gul hjól verða á svæðinu. 

Hver verður Íslandsmeistari?? Takið þátt í könnuninni hér fyrir neðan

[poll id=“2″]

2 hugrenningar um “Hver verður Íslandsmeistari?”

  1. Þurfti að skipta út skoðanakönnuninni eftir að fyrstu 20 voru búnir að kjósa. Kerfið var ekki nógu gott svo við prófum þetta..

Skildu eftir svar