Vefmyndavél

Ætlar þú að keppa – Ertu virkur félagi?

Nú líður senn að fyrstu keppni sumarsins á vegum MSÍ og margur vill gleyma því, að til þess að geta skráð sig í keppni eða tekið þátt í mótum, þá þarf sá hinn sami að vera virkur félagi í einu af aðildarfélögum MSÍ.  M.ö.o. til þess að geta keppt þá verður þú vera búin/n að greiða félagsgjöld fyrir árið 2009 í félag eins og t.d. VÍK.  Gjöld þessara félaga eru ekki há og rekstur þeirra er í járnum, ef ekki í tapi.  Mikið er unnið í sjálfboðavinnu og oft af hugsjón einni saman til þess að halda úti aðstöðu svo þú getir hjólað.  Þannig að þetta er ekki rétti vettvangur til að fara í greiðsluverkfall.  Í skoðun á þeim ökutækjum sem munu taka þátt í enduromótinu á laugardag, þurfa keppendur að standa á hreinu með að þeir hafi greitt sín félagsgjöld í sína klúbba.  Þannig að við mælum með að keppendur verði tilbúnir með kvittun, félagsskírteini eða staðfestingu frá klúbbnum um að félagsaðild fyrir árið 2009 sé tryggð og borguð.

1 comment to Ætlar þú að keppa – Ertu virkur félagi?

Leave a Reply