Vefmyndavél

Er allt klárt fyrir keppnir sumarsins?

Óli Gísla sendi okkur nokkra góða punkta sem eiga erindi við alla sem ætla að keppa í sumar:

Hvað þarf að vera klárt fyrir keppnir sumarsins?
Til að hafa allt á hreinu þá er gott að fara inná MSÍ síðuna, þar er allt sem á þarf að halda nema hvað þarf að gera í þjónustu fyrir hjólið.
Helstu atriði er mjög mikilvægt að hafa á hreinu!
1. Félagsgjald: ERTU EKKI ÖRUGGLEGA BÚINN AÐ BORGA FÉLAGSGJÖLD Í ÞITT FÉLAG, ANNARS KEPPIR ÞÚ EKKI!

2. Þátttökuyfirlýsing: Við skráningu í mót byrjar þú á því að haka við eftirfarandi yfirlýsingu. Þetta er nauðsynlegt fyrir alla keppendur að lesa og skilja tilkynninguna. Þú keppir á eigin ábyrgð og hjólið er á þína ábyrgð:
„Ég, með því að senda þessa skráningu, afsala mér öllum rétti til að krefjast skaðabóta á hendur keppnishaldara, MSÍ eða öðrum styrktaraðilum atburðanna, vegna meiðsla eða veikinda sem ég gæti fengið í áðurnefndum atburðum. Ég staðfesti jafnframt að ég er bæði í nægilega góðu líkamlegu og andlegu ástandi til þess að keppa í mótinu. Ég lýsi því yfir að ég hef lesið reglur þær sem gilda um þessa keppni og samþykki að fara eftir þeim í öllu. Ég geri mér grein fyrir þeim hættum sem fylgir keppninni. Mér er ljóst að ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu vera skráð og ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst. Staðfesti ég að slík trygging ásamt öðrum eru á ökutæki því sem ég mun nota í keppninni.“
Svo er það eitt sem allir vita um en enginn man eftir- endilega að prenta þetta plagg út og koma með það undiritað, það flýtir fyrir skráningunni og skoðun.

3. Flaggreglur eiga allir keppendur að vera með á hreinu, hvað er svart flagg, hvað er blátt flagg? Lesið og lærið utanaf, það hjálpar öllum og líka þér. Mótókrossreglur hafa líka allir gott af að lesa yfir, amk tvisvar um hvert keppnistímabil. Allt um þær á http://msisport.is/pages/reglur/

4. Merkingar á hjólunum, þ.e. bakgrunnarnir. Nú er engin undanþága frá þessu. Bakgrunnar sem á að notað til að aðgreina flokkana eru:
MX1 Hvítur bakgrunnur / svartir stafir
MX2 Svartur Bakgrunnur / hvítir stafir
MX unglingaflokkur svartur bakgrunnur / hvítir stafir
Opinn kvennaflokkur svartur bakgrunnur / hvítir stafir
85cc kvennaflokkur hvítur bakgrunnur / svartir stafir
Keppandi sem ekki gætir þess að númer sjáist greinilega getur átt á hættu að falla úr keppni eða verða ekki talinn með.

Kveðja, HjÓli Gísla – Honda Racing – www.hondaracing.is

Leave a Reply