Vefmyndavél

Bolaöldubrautin enn lokuð vegna mikilla rigninga

Garðar var að senda inn öppdeit á brautinni og hún er enn gegnsósa eftir stórrigningar síðustu daga. Spáin er ekki góð fyrir morgundaginn en betri fyrir miðvikudag og vonandi að við getum opnað brautina þá. Brautin lítur mjög vel út eftir breytingarnar í síðustu viku þegar brautin var breikkuð víða og nokkrum pöllum breytt. Það verður því spennandi að opna hana aftur – fylgist vel með á vefnum þangað til.

Ps. enduroslóðarnir eru enn lokaðir en það fer þó að styttast í opnun. Byrjendabrautirnar eru opnar og í mjög fínu standi þrátt fyrir rigninguna.

1 comment to Bolaöldubrautin enn lokuð vegna mikilla rigninga

Leave a Reply