Bolaalda snilld í kvöld – vinnudagur á laugardaginn!

Það var þvílíkur mannfjöldi í Bolaöldubrautinni í kvöld að annað eins hefur ekki sést lengi. Það var ekki annað að heyra en að menn væru að fíla breytingarnar sem er besta mál. Helga og Bína grilluðu borgara og pulsur fyrir alla sem vildu – hvað getur það verið betra? Brautin verður opin á morgun og föstudag en lokuð á laugardagsmorguninn til 14.

Fyrsta endurokeppnin verður haldin á Bolaöldusvæðinu 16. maí nk. eftir miklar vangaveltur um aðra staðsetningu. Þorlákshafnarsvæðið var inni í myndinni en enduronefnd komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði ekki fyrir keppni að svo stöddu.  Af því tilefni verður vinnudagur á laugardagsmorguninn frá kl. 10 til 13. Það þarf að mála og snyrta húsið, týna rusl, laga girðingar, týna grjót úr brautinni og margt fleira eftir veturinn. Öll hjálp er því gríðarlega vel þegin, málningarsköfur, penslar og önnur áhöld koma að góðum notum. Grillið verður heitt og þeir sem vinna um morguninn hjóla frítt í brautinni frá kl. 13 en brautin opnar fyrir aðra kl. 14. Vonumst til að sjá sem flesta þá.

2 hugrenningar um “Bolaalda snilld í kvöld – vinnudagur á laugardaginn!”

Skildu eftir svar