Vefmyndavél

Bolaalda opin – nýlöguð og vökvuð eins og hægt er

Búið er að opna brautina í Bolaöldu og er búið að yfirfara hana og reynt hefur verið að vökva hana eins og kerfið býður upp á.  Miðjarðarhafsstemming er á svæðinu núna og sprangar fólk um á stuttermabolnum.  VÍK mælist til að fólk fari frekar í Bolaöldu en Álfsnes þar sem Álfsnes hefur ofþornað og er ekkert annað en ryk í boði þar með tilheyrandi vandræðum fyrir loftsíuna.  Það er spáð rigningu um helgina og gæti Álfsnes orðið góð eftir helgi.

2 comments to Bolaalda opin – nýlöguð og vökvuð eins og hægt er

  • andrith87

    Vill benda fólki á að Akrabraut er líka í fínu standi ennþá.. 19/5. Héldum vinnukvöld í kvöld og grjóthreynsuðum allsvaðalega. Skemmtileg braut og stutt að fara.

  • ég var í bolöldu í dag mér finst vanta palla í hana þetta er eins og að keyra á túni

Leave a Reply