Bolaalda lokuð á morgun og mánudag

Bolaöldusvæðið verður lokað á morgun og mánudag. Unnið verður að lagfæringum á brautinni og hreinsun á endurobrautinni. Nokkrum slóðum verður lokað til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmndir og við biðjum menn að virða það og bíða með að keyra slóðana þar til þeir opna á ný á þriðjudaginn.

Þvílík keppni í dag, frábær braut, veður og race!

Þessir tveir, Valdi og Einar börðust af hörku í allan dag!
Þessir tveir, Valdi og Einar börðust af hörku í allan dag! Mynd frá Sveppagreifanum.

Vík óskar sigurvegurum dagsins í öllum flokkum (og Jóhönnu með 2. sætið) innilega til hamingju og þakkar þeim fyrir frábæra keppni. Eins viljum við þakka öllum þeim sem unnu við keppnina fyrir einstakt framlag, Elli pípari, Guggi, Árni, Guðberg, Svenni og píparagengið sá til þess að allt gekk smurt – bestu þakkir. Kalli, Helga, Björk og allir aðrir eiga ekki síður bestu þakkir skildar.

Álfsnesið opnar svo á morgun kl. 13 – sjáumst þar. Muna eftir miðunum – góða skemmtun!

Ein hugrenning um “Bolaalda lokuð á morgun og mánudag”

  1. Það voru að berast fréttir af Magga flugvirkja sem slasaðist í keppninni í gær. Hann fór í aðgerð í morgun þar sem 4. hryggjarliður var spengdur saman. 3. liður var að auki brákaður en óbrotinn. Að sögn tókst aðgerðin vel og Maggi ætti að vera kominn á ról fyrr en seinna enda drengurinn harður. Bestu batakveðjur frá öllum.

Skildu eftir svar