Bolaöldubrautin frábær í dag, snilld!

Bolaöldubrautin verður bara betri og betri. Lítilsháttar skúrir, logn og frábært veður gerði daginn í dag að frábærum hjóladegi. Brautin verður bara betri og betri. Trjákurl í beygjunni eftir stóra pallinn er að gera beygjuna mjúka þannig að flottir ruttar myndast og fullt af línum um alla braut. Það var fullt af fólki að keyra í dag og stemningin var frábær enda menn að fíla brautina í ræmur. Á morgun er spáð einstöku veðri, sól og blíðu en rigningu á þriðjudag og miðvikudag þannig að það er um að gera að nota daginn á morgun. Bara að muna eftir miðunum á Olís eða á Kaffistofunni.
Ps. það er enn frost í jörðu og drulla í slóðunum þannig að þeir eru lokaðir áfram. Álfsnes er enn mjög blautt og ekki komin dagsetning á opnun þar – við látum þó klárlega vita þegar þar að kemur. Kv. Keli

Strágúst var nettur á nýju Hondunni í dag - copyright Sveppagreifinn
Strágúst var nettur á nýju Hondunni í dag - copyright Sveppagreifinn

Ein hugrenning um “Bolaöldubrautin frábær í dag, snilld!”

Skildu eftir svar