Bolalda í góðu standi, þrátt yfir úrkomu síðustu daga

Garðar, starfsmaður VÍK, vildi koma því á framfæri að brautin í Bolöldu væri í mjög góðu standi og engir sjáanlegir pollar í henni.  Er nýbúið að laga hana og þeir sem létu sig hafa það í gær í éljagangnum skemmtu sér víst mjög vel.  Spáin er ágæt fyrir helgina og lítur út fyrir að hann ætli að hanga þurr.  Því er lag að kjósa snemma og koma sér svo upp í Bolöldu til að hjóla frá sér þessa leiðinda pólitík..:0)  Það skemmir líka ekki fyrir að þarna er ókeypis þvottaaðstaða sem öllum þykir aldeilis frábær sem hana nota.  Minni á miða á Litlu-kaffistofunni, en starfsmaður verður út í braut á morgun að kanna með miða.

Ein hugrenning um “Bolalda í góðu standi, þrátt yfir úrkomu síðustu daga”

  1. Ég kom við í Bolaöldu áðan, fullt af fólki, frbært veður og fullkomið rakastig í brautinni!! 🙂 ..gerist ekki betra

Skildu eftir svar