Bolaalda í frábæru standi – lokuð til 15.59 á morgun

Ég kíkti aðeins í Bolaöldu áðan og hún leit mjög vel út. Rigningin í gær gerði rakastigið fullkomið, öll drulla og pollar horfnir 🙂 Spáin fyrir morgundaginn er mjög góð, heil sól og blíða. Garðar ætlar að laga alla palla á morgun og rippa brautina – hún verður því lokuð til kl. 15.59 stundvíslega en ætti líka að vera frábær um leið og hún opnar. Fyrstir koma – fyrstir fá, klárlega geðveika braut. Munið miðana í Kaffistofunni eða Olís.

Og vel á minnst – slóðarnir í Bolaöldu og Álfsnesið eru enn lokuð en við látum pottþétt vita um leið og við getum opnað þar.

3 hugrenningar um “Bolaalda í frábæru standi – lokuð til 15.59 á morgun”

  1. En hérna er byrjað að vinna í álfsnes eða ætliði að leyfa henni að þorna alveg áður en eitthvað er gert?

  2. Það er búið að vera að grafa skurði hér og þar, til að ræsa fram úr henni, en við þurfum að losna við meiri raka áður en stórvirkum vinnuvélum verður beitt í brautina. En það styttist óðum og menn fylgjast með henni daglega og vona að hægt verði að byrja á henni fyrr en varir. Það verður auglýst á öllum helstu síðum þegar það verður hleypt inn á hana, þannig að það á ekki að fara framhjá neinum.

Skildu eftir svar