Vortilboð á árskortum í brautir VÍK

motogp10.gifFélagsmönnum VÍK stendur til boða að kaupa árskort í brautir félagsins á sérstöku vortilboði til að hvetja menn til að kaupa kortið snemma. Árskortið mun kosta 29.000 kr. í sumar fyrir stór hjól í en fram til 1. apríl verða kortin seld á 25.000 kr. Árskort fyrir minni hjólin kosta kr. 14.500,- en verða seld á 12.500 kr. til 1. apríl. Þess má geta að stjórn VÍK er að leita leiða til að geta boðið öllum undir 18 ára aldri að nýta Frístundakortið til að kaupa árskortin, þetta er þó ekki 100% klárt ennþá.
Fyrir utanfélagsmenn kostar kortið 48.000 og 23.500 kr. fyrir minni hjólin. Aðild að VÍK er því fljót að borga sig þó menn keppi að sjálfsögðu fyrir sitt heimafélag áfram.
Kortin eru til sölu hér á www.motocross.is og verða skráð á viðkomandi notanda. Eigandi kortsins má einn nota kortið, óháð því hvaða hjóli hann ekur, en verður alltaf að hafa kortið á hjólinu á greinilegum stað. Það er engin spurning að kortið er frábær kostur – bara þægindin við að þurfa ekki að koma við á bensínstöðinni er hellings virði!

Árskortið gildir í báðar brautir félagsins, Álfsnesi og Bolaöldu. Í sumar verða dagsmiðar í brautirnar seldir á 1.300 kr. fyrir félagsmenn og 1.600 kr. fyrir aðra. Álfsnesið er alltaf gott þegar það er gott og þar mun aðstaðan batna enn frekar í sumar og í Bolaöldu er komin ein besta aðstaða landsins. Til upprifjunar má minna á að þar var sl. sumar sett upp tímatökuhús, vökvunarkerfi og starthlið auk alls annars sem svæðið býður upp á s.s. þvottaaðstöðu o.m.fl. Þetta var dýrt og félagið á enn eitthvað eftir ógreitt auk þess sem annar rekstur svæðanna er mjög dýr. Til að halda uppbyggingunni áfram og viðhalda svæðunum verður félagið einfaldlega að hafa fé til að standa undir þeim. Og svo er árskortið svo frábær leið til að spara fyrir þá sem hjóla mikið.

Kortið er í plasti og auðvelt er að „strappa“ það fast t.d. á framdemparann. Sama regla gildir um árskortin og aðra brautarmiða – miði sem ekki er á hjólinu er ógildur miði! Eingöngu félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2009 geta keypt árskort.

Tilboðið er runnið út!!

7 hugrenningar um “Vortilboð á árskortum í brautir VÍK”

  1. Ég ætlaði að kaupa 2 árskort og borga félagsgjöldin í VÍK, en finn ekki hvar félagsgjöldin eru greidd.
    Einnig hélt ég að það væri einhver auka fjölskylduafsláttur af árskortum sem ég sé ekki, sýnist bara hægt að kaupa 1 árskort í einu.
    Getur einhver liðsinnt mér?

  2. Það er bara hægt að kaupa 1 árskort í einu. Ég hef ekki heyrt um fjölskylduafslátt af brautarárskortum.
    Félagsgjöldin eru vanalega greidd í Félagakerfinu en það er linkur inná það í Valmyndinni í hausnum á síðunni. Reyndar ef það er fjöldskylduafsláttur þarf það að vera gert handvirkt (handvirk skráning og millifærsla) og þá er það gert með því að senda tölvupóst á vik@motocross.is.

  3. En hérna í sambandi við árskortin, er eitthvað komið í ljós með það að borga árskortið með frístundastyrknum?

  4. er ekki hægt að fá uppgefið reiknings og banka nr kt. til að greiða fyrir árskort og árgjald kv Gunni painter #15

  5. Pantaði kort og greiddi á netinu en hef ekki fengið það sent ennþá. Hvenær er ætlunin að senda kortin út?

  6. Kortin fara í póst á mánudagin 6. apríl. Þeir sem ætla að sækja kortin geta einnig nálgast þau frá og með mánudeginum.
    Kv. Birgir Már

Skildu eftir svar