Sögustund slóðavina

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir minna á Sögustundina þriðjudagskvöldið 17. mars. Kvöldið er helgað frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum á Íslandi. Allt áhugafólk um ferðalög á Íslandi er velkomið. Sjá ítarlega dagskrá á vef félagsins, www.slodavinir.org.

Sögustundin er styrkt af Bernhard, og fer dagskráin fram í húsakynnum þeirra, Vatnagörðum, og hefst formleg dagskrá kl. 19:00 þó húsið opni kl. 18:00. Bók Njáls Gunnlaugssonar, Þá riðu hetjur um héruð, verður seld á kvöldinu til styrktar Mótorhjólasafni Íslands. Bókin er seld á 2990 og rennur allur peningurinn til mótorhjólasafnsins.

Skildu eftir svar