Ósk um stuðning í prófkjöri

Vefnum hefur borist ósk um stuðning í prófkjöri framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Hér er engin önnur er Siv Friðleifsdóttir á ferðinni en hún hefur verið sá stjórnmálamaður sem hefur án nokkurs vafa stutt hvað mest við mótorhjólaíþróttir. Við hvetjum alla sem hafa aldur til að styðja Siv. Hér á eftir er bréf frá Siv.

Kæru vinir.

Nú hefur kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi ákveðið að halda prófkjör til að raða upp efstu 5 sætum listans fyrir komandi alþingiskosningar.

Reglurnar eru svona:

Prófkjörið fer fram 7. mars n.k. frá kl. 9:00 – 18:00. Kjörstaður verður skrifstofa flokksins á Digranesvegi 12 í Kópavogi. Ekki verður annar kjörstaður né utankjörstaðaatkvæðagreiðsla.

Þeir sem geta greitt atkvæði í prófkjörinu eru flokksmenn, 18 ára og eldri(fæddir fyrir 25.04.91), sem eru með lögheimili í Suðvesturkjördæmi (Mosfellsbæ, Kjósinni, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði) og verða búnir að skrá sig í félag í flokknum á næstu 4 dögum, þ. e. fyrir kl.17:00 á mánudaginn 2. mars.

Ég gef kost á mér til endurkjörs í 1. sæti listans. Aðrir frambjóðendur s.s. Gestur Valgarðsson, verkfræðingur búsettur í Kópavogi og Helga Sigrún Harðardóttir, alþingismaður, búsett í Reykjavík, hafa nú þegar einnig boðið sig fram í það sæti. Aðrir frambjóðendur eru að hugsa málið, s.s. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, og líklega fleiri. Það er því ljóst að það verður samkeppni um sætið.

Bón mín er að biðja þig um stuðning í 1. sæti listans.

Hvernig er hægt að veita stuðning?

Menn ganga í félag framsóknarmanna í kjördæminu fyrir kl. 17:00 2. mars.

Svona er hægt að skrá í félag:

1. Fara á vefsíðuna framsokn.is

2. Ofarlega vinstramegin er vinnuliður sem heitir ganga í flokkinn. Fylla hann út. Svo er að senda beiðnina. Daginn eftir kemur beiðni á viðkomandi e-mail adressu um að staðfesta inngönguna.

Takk fyrir að vilja hjálpa mér:)

Kveðja,

Siv Friðleifsdóttir.

6 hugrenningar um “Ósk um stuðning í prófkjöri”

 1. Með fullri virðingu fyrir Siv og hennar baráttumálum þá finnst mér að félög eins og VÍK ættu ekki að blanda sér beint í stjórnmálaumræðu og því síður að hvetja/styðja einstaka stjórnmálamenn og flokka.

  Bara mín hógværa skoðun!

 2. Mér finnst nú bara allt í lagi að styðja Siv, það hefur verið hennar mætamál að gera allt sem hún getur gert fyrir okkur hjólamenn!

 3. Sælir félagar.

  Ég er sammála agustb að félag eins og okkar á ekki að vera pólitískt. Einhverstaðar segir samt að undantekningin sanni regluna. Mér þótti afar áhugavert að sjá hver það er sem er að keppa um sætið við Sif. Meðan Sif hefur verið einn af fáum stjórnmálamönnum sem hefur nennt að setja sig inn í mál okkar, þá er þessi víðsýna, umburðarlynda og skilningsríka! kona að sækjast eftir sama sæti og Sif. http://helgasigrun.blog.is/blog/helgasigrun/entry/813503/#comment2236665 Íslendingar eiga betra skilið en fá Helgu Sigrúnu á þing.

 4. Hressileg umræða á síðunni hjá þessari kvensu. Hugsunin hjá henni er virkilega brengluð og hvernig hún reynir að svara fyrir sig er eiginlega fyndið en samt ekki.
  Ef hún væri forseti Bandaríkjanna myndi hún banna hafnabolta því einhver gaur barði annan með kylfu.

  Siv á þing!

 5. Ég held að ég verði að endurskoða afstöðu mína og hugsanlega skrá mig í Framsókn 🙂

 6. Niðurstaðan sýnir hversu mikilvægt hvert atkvæði er;
  .
  Siv Friðleifsdóttir 498 atkvæði í 1. sæti
  Helga Sigrún Harðardóttir 433 atkvæði í 1.-2. sæti
  Una María Óskarsdóttir 494 atkvæði í 1.-3. sæti
  Bryndís Bjarnarson 439 atkvæði í 1.-4. sæti
  Svala Rún Sigurðardóttir 510 atkvæði í 1.-5. sæti
  .
  Eftir að tillit hefur verið tekið til ákvæða í reglum prófkjörsins um jafnrétti kynjanna, þá er lokaniðurstaða þessi:
  .
  1. sæti Siv Friðleifsdóttir
  2. sæti Helga Sigrún Harðardóttir
  3. sæti Gestur Valgarðsson með 332 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Una María Óskarsdóttir
  5. sæti Styrmir Þorgilsson með 414 atkvæði í 1.-5. sæti

Skildu eftir svar