Nýtt útlit

Motocross.is opnar nú í nýju og fersku útliti. Vefurinn hefur verið í uppherslu undanfarnar vikur og hér sjáið þið árangurinn. Meðal annars er búið að íslenska vefinn að fullu, bæta athugasemdakerfið og bæta við tenglasafni. Einhverjar breytingar og stillingar eru svo á leiðinni, stórar og smáar.

Þeir sem hafa haft aðgang að síðunni halda honum áfram og eru allir hvattir til að nýskrá sig hér ef þeir hafa ekki skráð sig enn. Þeir sem vilja fá mynd af sér við athugasemdir og innlegg í spjallið geta skráð inn myndina sína hér. Muna að nota sama email og þið skráðuð ykkur með inná motocross.is.

Endilega lýsið áliti ykkar á nýja lúkkinu og komið með hugmyndir ef einhverjar eru.

Við erum einnig að leita að fréttariturum og greinaskrifurum og geta áhugasamir haft samband við vefstjori@motocross.is

f.h. vefnefndar
Hákon

5 hugrenningar um “Nýtt útlit”

  1. Takk fyrir það. Já síðan er nokkuð hæg allavega við sumar aðstæður og við erum að vinna í því að laga það. Við færðum síðuna yfir á nýjan vélbúnað og það þarf aðeins að stilla pilot jettið og loftskrúfuna svo allt gangi smurt. Látið endilega vita ef þið finnið bögga.

  2. Eitt varðandi myndir í smáauglýsingum, þá mega þær ekki vera með íslenska stafi í nafninu. T.d. breytið ‘Hjólið mitt.jpg’ yfir í ‘hjolid_mitt.jpg’ áður en þið setjið þær í auglýsinguna. Það má ekki heldur hafa stafabil

Skildu eftir svar