Vefmyndavél

Jæja þá er komið að því………

Jæja þá erum við byrjaðir að reyna standsetja brautina,  ýmislegt þarf að gera því við komum ekkert sérstaklega vel undan vetri.  Vonumst til með að geta komið með einhverjar skemmtilegar breytingar, erum reyndar ekkert í neinni tímaþröng þar sem ég er handleggsbrotinn:(  hahaha.  Og fólk má alveg fara að safna fyrir félagssgjöldum því það er ekki ókeypis að koma þessu í stand.


Að sjálfsögðu er Eysteinn mættur með ýtuna sína,  og vinnur eins og maniac og Þórir stendur á kantinum þegar þarf að fylla á tankinn hjá Eysteini.   Friðgeir Óli er búinn að vera duglegur að tína allar stangir úr brautinni svo strákarnir keyri ekki yfir þær á ýtunni, en svo má líka aðeins leika sér:)

Og það er alltaf sama sagan með hann Eystein, það er alltaf „all nighter“

Og að sjálfsögðu auglýsum við hér á vefnum og annarsstaðar þegar við getum opnað:)

Kveðja,  Guðni F

Leave a Reply