Vefmyndavél

Einar tvöfaldur meistari

Einar Sverrir Sigurðarson er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár í Íscrossi. Hann sigraði bæði í Standardflokki og Opnum flokki. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Signý Stefánsdóttir. Þau tvö eru ekki óvön að taka á móti titlum því bæði unnu titla síðastliðið sumar. Haraldur Örn Haraldsson sigraði einnig um helgina og varð efstur í 85cc flokki í vetur.

Úrslitin réðust á Mývatni um helgina þegar Mývatnsmótið var haldið í þrítugasta skipti. Einar háði mikla baráttu við Kára Jónsson í Standard flokknum en hafði betur að lokum.

Ískross – 85cc flokkur:

 1. Haraldur Örn Haraldsson
 2. Guðbjartur Magnússon
 3. Kristján Helgi Garðarsson

Ískross – Kvennaflokkur:

 1. Signý Stefánsdóttir
 2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
 3. Björk Erlingsdóttir

Ískross – Opinn flokkur:

 1. Einar Sverrir Sigurðarson
 2. Þorgeir Ólason
 3. Ragnar Ingi Stefánsson

Ískross – Standard flokkur:

 1. Einar Sverrir Sigurðarson – Íslandsmeistari
 2. Kári Jónsson
 3. Benedikt Helgason

Lokastaðan í Íslandsmótinu í Íscrossi:

Kvennaflokkur

 1. Signý Stefánsdóttir
 2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
 3. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

Standardflokkur

 1. Einar Sverrir Sigurðarson
 2. Benedikt Hlegason
 3. Hafþór Grant Ágústsson

Opinn flokkur

 1. Einar Sverrir Sigurðarson
 2. Ragnar Ingi Stefánsson
 3. Gunnar Sigurðsson

Leave a Reply