Aðalfundur VÍK verður haldinn 25. mars nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn 25. mars nk. kl. 20 að Engjavegi 6, ÍSÍ húsinu. Á dagskránni eru helstu aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, yfirferð reikninga, kosning stjórnar og nefnda. 1-2 stjórnarmenn hyggjast draga sig út úr stjórn á aðalfundinum og því óskum við eftir að heyra frá áhugasömu fólki sem vill hafa áhrif á störf félagsins. Á tímum eins og þessum er kröftugt félagsstarf sérlega mikilvægt og því væri gaman að fá fleira fólk til starfa með okkur í stjórn, nefndum, foreldrastarfi og öðrum verkefnum félagsins. Ef þú hefur áhuga eða vilt bara koma nýjum hugmyndum á framfæri sendu okkur þá endilega póst á vik@motocross.is

Kveðja, stjórn VÍK

Skildu eftir svar