Kári vann standard flokkinn

Kári Jónsson fyrrum Íslandsmeistari í enduro vann standard flokkinn á Íslandsmótinu í íscrossi sem fór fram á Mývatni um helgina eftir glæsilegan akstur.

Yfir 40 keppendur mættu til leiks í 4 flokkum og voru aðstæður frábærar fyrir Norðan. Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn, Haraldur Örn Haraldsson vann 85cc flokkinn og Einar S. Sigurðarson vann opna flokkinn. Einar varð þó að láta í minni pokann fyrir Kára Jónssyni sem sigraði í standard flokki, en þar er keppt á fjöldaframleiddum dekkjum.

Smellið hér fyrir úrslit úr keppninni

Smellið hér fyrir Video af keppninni inná Jonni.is

Skildu eftir svar