Vefmyndavél

Nýr vefur opnaður á 30 ára afmæli VÍK

Útgáfa 1.1 Vefstjóri Hákon Ásgeirsson

Ný útgáfa af vefnum motocross.is var opnuð formlega á árshátíð og afmælishátíð VÍK í kvöld. Vefurinn er fjórða útgáfa af vefnum sem er um það bil 12 ára gamall þó svo hann hafi verið á þessu léni í tæp 10 ár.
Á þessum tímamótum verður heldur betur blásið í seglin. Vefurinn verður auðvitað tekin í gegn frá upphafi til enda og nýtt vefumsjónarkerfi tekið í notkun. Nýja kerfið er talsvert nútímalegra og flottara en það gamla og mun það leyfa okkur að gera enn skemmtilegri hluti með vefnum. Meðal annars má geta þess að á næstu vikum verður boðið uppá blogg fyrir alla sem hafa áhuga á vélhjólaíþróttum og þannig munu motobloggarar geta fengið sína eigin síðu til að tjá sig á (ókeypis).
Einnig hefur öllum klúbbum innan MSÍ verið boðið samstarf sem og nokkrum vefsíðum, með þeim tilgangi að sameina fréttaumfjöllun á einn stað. Nú þegar hafa enduro.is, supermoto.is og motomos.is staðfest þátttöku og vonandi bætast fleiri við á næstu dögum. Þetta gerir okkur einnig kleift að menn geta fengið sitt eigið blogg á t.d. siggi.motocross.is eða siggi.enduro.is eftir því hvar áhugi manns liggur (eða bara bæði).

Útgáfa 2.0 Vefstjóri Gaui tölvukall

Ekki verður staldrað við hér því einnig mun vefurinn efla mjög vefalbúmið og hafa nú þegar verið settar inn um 5000 myndir í vikunni. Næsta sumar ætlar Lolla að taka „nokkrar“ myndir fyrir okkur og vonandi bætast fleiri góðir ljósmyndarar í þann hóp.

Vefnefndin er sem áður tilbúin að fá góða menn í lið með sér og hver sem penna getur valdið í vettlingum er velkominn að hafa samband. Við getum bætt við okkur fréttariturum, greinahöfundum, reynsluakstursökuþórum, þýðendum og svo auðvitað bloggurum. Sérstaklega væri gaman að fá menn og konur sem hafa brennandi áhuga á að tjá sig um ameríska súpercrossið, evrópska motocrossið, test á hjólum, test á dekkjum, kennslumyndböndum í lofthreinsaraskiptum eða bara eitthvað sem kannski einn annar hefur áhuga á.

Vefurinn er kominn í notkunarhæft ástand en menn mega búast við einhverjum smávandamálum á næstu dögum. Til dæmis er íslensk þýðing á ýmsum valmyndum ekki komin í gagnið. Spjallkorkurinn verður með enska valmynd fyrstu vikuna og einnig ber að geta að ekki verða gömul innlegg sótt í gamla spjallið. Aðalhönnuður á vefnum er Victor Jónsson.

Nú er bara að skrá sig og taka þátt (allir þurfa að skrá sig aftur)

kær kveðja frá vefnefnd,
Hákon Ásgeirsson

Leave a Reply