MSÍ fundargerð frá síðustu helgi

Formannafundur MSÍ var um síðustu helgi en sá fundur hafði meðal annars keppnisdagatal næsta árs á sinni könnu. Þó svo keppnisdagatalið hafið verið eitt af stóru málunum á dagskrá voru þar nokkur önnur mál. Karl Gunnlaugsson var kjörinn formaður MSÍ og tekur hann við af Guðmundi Hannessyni sem heldur áfram í stjórn. Keppnisgjald í 85cc flokkum verður lækkað í 3.000 kr á næsta ári og reglur um kærur verða endurskoðaðar og birtar í vetur.
Einnig voru reglum um val keppenda á MXoN breytt. Þar var ákveðið að 2 efstu í Íslandsmóti í opnum flokki veljast sjálfkrafa í MX1 og MX-Open í MXoN og sá efsti í MX2 er valinn sjálfkrafa í MX2 flokkinn á MXoN það árið. Farið er eftir stöðu í Íslandsmóti eftir 4 umferðir eða þegar skilafrestur er á liði til FIM.

Hér er annars það sem MSÍ hefur gefið frá sér nú þegar frá helginni:

Skýrsla stjórnar MSÍ fyrir formannafund

Fundargerð formannafundar MSÍ 1.nóv 2008

Nýjar reglur um samþykkta þjálfara MSÍ

Nýjar reglur um þátttöku erlendra ríkisborgara í mótaröðum MSÍ

Keppnisdagatal MSÍ 2009

Skildu eftir svar