Undirbúningur á fullu

Þrátt fyrir kreppuna og yfirtöku á bönkunum verður afmælisárshátíð VÍK haldinn á áður auglýstri dagsetningu þann 1. nóvember n.k. enda lítið annað hægt að gera í þessari vosbúð en að sletta ærlega úr klaufunum. Dagskráin verður einkar glæsileg þar sem klúbburinn á 30 ára afmæli nokkrum dögum seinna, þann 8. nóvember. Matur og skemmtiatriði verða í hæsta gæðaflokki og verður m.a. annars litið aðeins um öxl og farið yfir sögu félagsins. Þannig að bæði gamlir og nýir félagar ættu að fjölmenna á hátíðina og skemmta sér eins og enginn verði morgundagurinn. Miðasala hefst fljótlega hérna á vefnum og stefnt er á að hafa miðaverð svipað og í fyrra, en reiknimeistarar klúbbsins eru að taka stöðuna á VÍK-krónunni gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Skildu eftir svar