Meðferð skotvopna á Bolaöldusvæðinu! ??

Seinnipart síðasta sunnudags varð vart við menn vopnaða haglabyssum í kringum enduroslóðir okkar hjólamanna á Bolaöldusvæðinu.

Ekki er vitað hvort hér var um að ræða öfgafulla umhverfisverndarsinna sem hugðust fækka mótorhjólamönnum, eða hvort hér voru á ferð amatör-skotveiðimenn sem hafa ekki áttað sig á að rjúpnaveiðitíminn er ekki byrjaður og meðferð skotvopna á þessu svæði er auk þess algerlega bönnuð – alltaf.

Við viljum beina því til hjólafólks og annara sem lesa þessa vefsíðu að hringja tafarlaust á lögregluna og kæra alla þá sem sjást með skotvopn á svæðinu.

Skildu eftir svar