Vefmyndavél

Formannafundur MSÍ / aukaþing og uppskeruhátíð 2008

Laugardaginn 1. nóvember 2008 fer fram formannafundur MSÍ, allir formenn aðildarfélaga MSÍ eru hvattir til að mæta og tilkynna komu sína til Guðmundar Hannessonar formanns MSÍ

Laugardaginn 1. nóvember 2008 fer fram formannafundur MSÍ, allir formenn aðildarfélaga MSÍ eru hvattir til að mæta og tilkynna komu sína til Guðmundar Hannessonar formanns MSÍ. Að formannafundi loknum fer fram aukaþing MSÍ 2008. Fundarstaður er hjá ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal.

Dagskrá: Formannafundur kl: 10:00 / Aukaþing kl: 11:00

Sama dag fer fram uppskeruhátíð fyrir Íslandsmótsröð MSÍ 2008. Veitt verða verðlaun fyrir Íslandsmeistaratitla í Moto-Cross, Enduro, Ís-Cross og Sno-Cross, einnig verða veitt verðlaun 3 efstu í hverjum flokki. Verðlaun fyrir liðameistara í Moto-Cross og Enduro verða einnig veitt. Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir keppendur og aðstandendur velkomnir.

Dagskrá: Uppskeruhátíð kl: 15:00

kveðja, stjórn MSÍ

Leave a Reply