Árshátíð VÍK – 30 ára afmæli

Árshátíð VÍK verður haldin 1. nóvember í Rúbín í Öskjuhlíð (við hliðina á Keiluhöllinni). Glæsileg dagskrá er í smíðum og mun ljómsveitin Spútnik sjá um stuðið eins og í fyrra. Matseðillnn er ekki af verri endanum, en hann hljómar svona:
Forréttir
Marineruð smálúða í lime og ferskum geitaosti, Lax í kóriander og piparhjúp með avocadó kremi og balsamic sírópi, Nautacarpaccio með steinseljurót, jómfrúar olíu og kóríander
Aðalréttir Kalkúnabringur með engifersoðkjarna og Nautahryggjarvöðvi með piparsósu. Meðlæti Gratineruð grænmetisblanda með ostasósu, fondant kartöflur, ferskt salat, brauð og smjöri. Eftirréttur Kaffi og konfekt. Miðasala hefst fljótlega og takmarkað magn verður af miðum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Skildu eftir svar