Unnið í Bolaöldubrautinni í dag – opin frá kl. 17

Nú er um að gera að nýta brautina og birtuna á meðan færi gefst. Garðar er að vinna í henni núna og frameftir degi. Rakastigið er frábært og vökvunarkerfið verður að auki keyrt seinnipartinn. Ripperinn "nýja leynivopnið", verður líklegast keyrður í brautina líka í dag þannig að hún verður væntanleg gjöööðveik á eftir. Sjáumst þar kl 17 – munið miðana í Kaffistofunni eða hjá Olís í Norðlingaholti.

Skildu eftir svar