Vefmyndavél

Umgengni í Bolöldu hræðileg

Vefnum hefur borist eftirfarandi bréf:

Sælir,
Ég var með Slóðavinum uppí Bolöldu í dag og mér gjörsamlega ofbauð umgengin sem er á bílaplaninu.
Ég týndi upp yfir 20 gosflöskur, allskonar djús- og
kókómjólkur fernur, sígarettupakka, súkkulaðibréf og bananahýði.

Á sumum stöðum var bara einsog menn hafí sópað úr bílnum sínum því þetta var oft í e-h hrúgu, einnig var búið að stinga gosflöskum í mosann við pyttinn svo þetta er ekkert skilið eftir óvart þarna.Þetta var meira áberandi eftir því sem maður
fjarlægðist húsið.
Á meðfylgjandi mynd þá setti ég hring utanum draslið, þetta er samt bara brot af öllu draslinu þarna

Kv.
Dóri Sveins


Leave a Reply